Sjórinn

-hafið-

 

 

   
   
   
 

Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám á raungreinagrunni og er námið kennt á Háskólastigi.  Segja má að námið sé nálægt því að vera 1/3 raungreinar, 1/3 viðskiptagreinar og 1/3 sérgreinar sjávarútvegs. 

   
 

Raungreinar: Efnafræði, Eðlisfræði, Líffræði, Stærðfræði, Tölfræði

Viðskiptagreinar: Fjármál, Markaðsfræði, Bókhald, Ársreikningar, Hagfræði, Stjórnun

Sérgreinar sjávarútvegs: Haf-og veðurfræði, Matvælafræði, Sjávarlíffræði, Veiðitækni, Skipatækni,   

                                 Vinnslutækni, Fiskeldi, Fiskifræði

  *Í hluta raungreina og viðskiptagreina eru fleirri en einn áfangi.
   
   
  Frá árinu 1975 hafa Íslendingar hafa sótt nám í Sjávarútvegsfræðum í þremur Háskólum
   
 

Norges fiskerihøgskole (NFH)

 

Kennsla í Sjávarútvegsfræðum í Noregi hófst árið 1972 við Háskólann í Tromsø og kallast deildin Norges fiskerihøgskole (NFH).  Námið hefur alla tíð verið þverfaglegt á raungreinagrunni.  Í upphafi tók námið 5 ár og lauk með gráðunni fiskerikandidat (Fisheries Candidates).  Um aldamótin var náminu skipt upp í þriggja ára B.sc nám sem lýkur með gráðunni: B.sc Fisheries Science til samræmis við alþjóðlega B.sc staðla.  Einnig er boðið upp á tveggja ára meistara nám sem lýkur með M.sc gráðu (M.sc Fisheries Science), þeir sem ljúka meistaranáminu mega einnig nota titilinn Fisheries Candidates.  Yfir 550 hafa verið útskrifaðir í Sjávarútvegsfræðum frá Norges fiskerihøgskole. Fyrstu Íslendingarnir hófu nám árið 1975 og útskrifuðust árið 1980, samtals hafa 40 íslendingar útskrifast sem Sjávarútvegsfræðingar frá skólanum.  Íslendingar voru töluvert fjölmennir framundir 1990 þegar nám í sjávarútvegsfræðum var tekið upp við Háskólann á Akureyri.

   
 

Háskólinn á Akureyri (UNAK)

 

Eins og áður hefur komið fram hófst kennsla í Sjávarútvegsfræðum árið 1990 við Háskólann á Akureyri.  Námið hefur alla tíð verið þverfaglegt á raungreinagrunni.  Fram til aldamóta var námið 4 ár og lauk með gráðunni B.sc honore en þá var námið stytt í þrjú ár til samræmis við alþjóðlega B.sc staðla og lýkur náminu nú með gráðunni: B.sc Fisheries Science.  Frá árinu 1990 hafa 140 einstaklingar útskrifast með gráðu í Sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.

   
 

Háskóli Íslands (HÍ)

 

Við HÍ var boðið meistaranám í sjávarútvegsfræðum frá 1994 til 2005, en þá var námsleiðinni breytt í þverfaglegt meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum.

Námið í Sjávarútvegsfræðum var þverfaglegt og gaf hagnýta og fræðilega menntun til starfa á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegs og í stoðgreinum hans. Gert var ráð fyrir að nemendur hefðu aflað sér hagnýtrar reynslu af störfum í sjávarútvegi og tengdum greinum, áður en til útskriftar kæmi.

Námið fór fram á vegum þeirra deilda sem kusu að eiga aðild að því og veittu þær viðkomandi meistaragráðu. Voru það félagsvísindadeild, raunvísindadeild, verkfræðideild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Sjávarútvegsstofnun H.Í. hafði umsjón með náminu. Fyrsta útskrift var árið 1997 og sú síðasta 2005.  Samtals luku 18 nemendur M.sc gráðu í Sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands.

 

 

Í heildina eru því 198 einstaklingar á Íslandi sem bera gráðuna Sjávarútvegsfræðingur.

   

 

 

Efst á síðu